Jackfruit- & mandarínusalat með miso- & tahini dressingu


Ég elska ekkert meira en vel samsett salöt þar sem eitthvað bakað eða steikt kemur saman með sætum ávexti og fullt af fersku grænmeti. Þetta salat er crunchy, sætt, mjúkt, örlítið saltað og sterkt allt á sama tíma. Fullkomin blanda og passar ótrúlega vel með lífrænum hrísgrjónum til hliðar. Þessi uppskrift er algjört must-try!

UPPSKRIFT
Fyrir 3-4

Jackfruit
2 dósir lífrænn ókryddaður Jackfruit frá Biona
1 msk lífræn ólífuolía
2 msk lífræn tamari sósa
2 tsk lífræn tómatpúrra
1/2 tsk engifer
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft

Salatið
2 mandarínur eða klementínur, í báta
200gr íslenskt hvítkál, rifið/fínt skorið
200gr íslenskar gulrætur, rifnar
150gr edamame baunir, lausar
1 paprika, fínt skorin
2 stilkar vorlaukur, fínt skorinn
2 msk sesamfræ

Dressing
2 mandarínur eða klementínur, kreistar
1 msk ferskt engifer, örþunnt skorið
1 msk hrísgrjónaedik
1 msk lífrænt tahini
1/2 msk ljóst lífrænt miso
Chili eftir smekk
Pipar eftir smekk


AÐFERÐ

  1. Byrjið á því að sigta og skola jackfruit-inn. Rífið bitana niður með gaffli og steikið á pönnu með ólífuolíu. Bætið kryddunum út í ásamt tómatpúrru og tamari sósu. Hrærið vel og látið malla á meðan salatið er undirbúið og allur vökvi hefur gufað upp.

  2. Sjóðið edamame baunir í 3-5 mínútur og látið kólna.

  3. Undirbúið allt ferska grænmetið og mandarínurbátana og blandið saman í stóra skál.

  4. Kreistið manarínurnar í dressinguna og hrærið restina af hráefnunum saman. Hellið yfir salatið.

  5. Bætið jackfruit að lokum út í salatið og njótið ótrúlega vel!


Arna Engilbertsdóttir